<$BlogRSDUrl$>

hvad er malid... ......hvad er malet? - segðu mér allt.


laugardagur, desember 24, 2005

gleðileg 

jól....... sjáumst hress og kát á áramótunum því þá er ég að hugsa um að snapa frí. annars verður vinna vinna vinna þanga til.

skák gaurarnir eru hættir að klæmast við mig á næturvöktunum.... hmm kannski af því það eru jól?

Perma | asa | laugardagur, desember 24, 2005 |

þriðjudagur, desember 20, 2005

það liggur við... 


Perma | asa | þriðjudagur, desember 20, 2005 |

miðvikudagur, desember 14, 2005

tælenska gleðikonan 

LIP MY STOCKINGS! LIP IT , LIP IT.
ætli maður geti sannfært tarantínó um að gera indipentent movie tælensku gleðikonunnar?

Perma | asa | miðvikudagur, desember 14, 2005 |

þriðjudagur, desember 06, 2005

Suddenly everything has changed


Mér finnst mjög fyndið hér sit ég á bókhlöðunni, lost í hvar ég eigi að byrja er ekki að meika það að vera ekki fluggáfuð í heimi heimspekisinnaðra kenninga um ljósmyndum og texta. H.h.k.u.l.o.t.

En allavega er með headphona í kringum alla menntskælingana með tyggjóin, og er að hlusta á ?yes it´s fucking political? með skunk anansie og er að reyna skilja afhverju ljósmyndin tekur myndir af þeim sem minna mega sín og nota í herferðum til að bæta kjör minnihlutahópa. Er það siðferðislega rétt? Geta útigangsmenn notað rétt sinn og bannað þessar myndatökur? Eða hvað skal gera þegar þeir vita ekki einu sinni af því?
Þá alltíeinu fór ég að hugsa að party shufflið mitt á i-tunes hafði ákkúrat valið að spila þetta lag uppúr þurru. Svo finnst mér annað, hvar í heiminum er hægt að finna hugarró? Hugur minn hringsnýst og hjartað mitt slær hratt. Draumurinn um sálarró er orðin að lítilli ögn, og það eina sem færist örlítið nær eru jólin. Jólin sem ég verð að vinna næturvaktir og missi því af öllu. En svona hringsnýst marg, maður og annar, á jörðu niðri...... hvernig væri lífið ef maður væri geimvera?

En að öðru eg fór í matarveislu í kúrsnum um neysluþjóðfélagið um daginn. Þar var einhver sem minntist á það að það væri til vél á netinu sem þú gætir sett inn texta, og hann postmoderæsaði hann, tæki orð og setti svona pó mó orð í staðinn. Lengdi s.s. textann gríðarlega, flækti og setti inn háfleyg heimspekiorð sem ?auðvitað? allir eiga að vita merkinguna á bak við. Mér finnst eins og ég þurfi að semja slíkan texta í dag. En annars finnst mér lífið nógu flókið, svo þessi póstmóderníska orðræða fer í taugarnar á mér. Afhverju getur fólk ekki bara skrifað það sem því finnst? Afhverju alltaf þessi aukabragðefni,,,,,,, afhverju allt innpakkað í duldar meiningar?

Skandalar helgarinnar (eða föstudagsins) skjótast upp í kollinum. Ég vil ekkert ræða þetta frekar, en tek fram að þetta var grín, frá minni hálfu. Minnti mig í raun á raunveruleika leikhús þar sem ég var í aðahlutverki á að leika sjálfa mig. Afhverju er ekki starfsfólk innan háskólans, sem getur tekið mann í aukatíma og hjálpað manni að skrifa ritgerðir að læra fyrir próf? Ef einhvern vantar aukavinnu að kenna mér heimspekiljósmyndun eða nokkrar aldir af mannkynssögu skal ég borga þér allt sem ég á.

Aðeins einn kvartaði yfir bloggleysi... en ykkur að segja nenni ég þessu varla. Allt á fullu í skólanu, átaksnámskeiðinu, tónlistarklúbbnum (þó aðalega á því að hlusta), og því að borga leigu og lifa. Vinna.
Ég gat downloudað smashing pumkins b-sides og rarities, set the ray to jerry er tvímælalaust lag dagsins. ?i´ts never true........ and i want you,,,,, and i need you... and all you are is brand new....?

Perma | asa | þriðjudagur, desember 06, 2005 |

This page is powered by Blogger. Isn't yours?