þriðjudagur, júlí 29, 2003
ég vil ekki vera svona ......... ég vil bara vera ég ; ég SJALF
"Sjálfið er skilningur mannsins á setningunni "ég er". Þegar maðurinn áttaði sig á sjálfi sínu, upplifði þessa "ég" vitund hætti hann að vera einungis tannhjól í framvindu og framþróun náttúrunnar með því að aðgreina sjálfan sig frá henni. Aðrar dýrategundir taka nákvæmlega það sem þær þurfa af gnægtarborði náttúrunnar, hvorki meira né minna og lifa í fullkomnum samhljómi við hana. Maðurinn, vegna þessarar aðgreiningu sinnar frá náttúrunni, hefur hins vegar búið hugmyndir um tilveru sína í samræmi við hið nýuppgötvaða sjálf sitt og hugsar: "ÉG á þetta","þetta vil ÉG" eða "þetta hata ÉG". Því mætti segja að sjálfið væri það sem aðgreinir okkur frá öðrum dýrategundum eða: sá meðvitaði greinarmunur sem maðurinn gerir á sjálfum sér og umhverfi sínu (náttúrunni)." - RuBiKoN
Perma | asa | þriðjudagur, júlí 29, 2003 |