<$BlogRSDUrl$>

hvad er malid... ......hvad er malet? - segðu mér allt.


föstudagur, júní 11, 2004

tónleikaumfjallanir 

Blur(3)
afhverju í andskotanum ég hef séð þessa hljómsveit 3svar sinnum hef ég ekki glóru en sá þá víst 2 svar í höllinni því ég mátti lítið hanga niðrí bæ á tónleikum ogsvo sá ég þá á keldunni. Hef alltaf verið mun meiri oasis fan, þeir eru geðveikir og ég skil ekki afhverju guð lét mig ekki fara þrisvar á þá í staðin fyrir blur. Park life og fótboltalagið ekki alveg að gera sig svona þegar til seinni tíma er litið.

Skunk Anansie (2)
já þau komu víst líka tvisvar hingað, sennilega vantað pening. Þetta er hörkuband og eiga þau nokkra þétta slagara, og maður á góðar gangsta minningar af röltinu á eyrarbakka mep skunk anansie í ghettoblasternum. "it is fucking political!"

Prodigy
massa massa svita tónleikar í höllinni og var þetta geðveikis tónlistin þess tíma sem unglingageðveikin mín náði hámarki. Prodigy hefur sér pláss í þessari tónlistarstefnu hjá mér og einvherra hluta vegna hugsa ég alltaf um stebba gel sem var með mér í bekk þegar minnst er á þetta rafræna kókanín massa bassa tónlist.smack my bitch up kom nokkru síðar eftir að hámarkinu var náð og þá hlustaði maður samviskusamlega á það í party á flúðum. (þar sem ég hef komist næst því að vera dauða en lífi af áfengisdrykkju)

Foo Fighters
höllin sumarið 2003 og voru allir slagararnir teknir. Ánægð með þessa tónleika, og fékk Grohl prik fyrir nilfisk ævintýrið sem gerði þá drengi fræga á stokkseyri og á suðurlandi nær í svona mánuð. Já run and tell all of the angels hef ekki hlustað mikið á þá, hef aldrei fílað þá alveg í æðar. En tónleikarnir voru góðir og þessi umfjöllun mín gengur einmitt út á það að dæma tónleikana sem slíka eins og áður hefur komið fram.

Violent femmes
þegar ég átti Heima útí köben þá var hringt í mig eitt mánudagskvöldið?..?það erum violent femmes tónleikar í næstu götu við þig, í amager hallen! Ég hljóp út 20 mín áður en þeir byrjuðu með bergdísi vini og það var ekki uppselt. Þeir tóku slagarana sína og önnur óþekkt en góð lög en voru afar slappir þreyttir og gamlir á þessum leikum kennum við tón.

Korn
í höllinni í síðustu viku. Með betri tónleikum sem ég hef farið á, krafturinn hljóðkerfið og bara lögin náðu að njóta sín til hins ýtrasta.fokking rokk og bara slam og bara röff bassi og bara elska korn. Var ég búin að segja "y´all wanna single say f*** that".. ohhhhh crazy bara upplifun og bara geðveiki.

Fantômas
óvenjulegar metal pælingar og bara shit. Skringilegar keyrslur og bara geðveiki! En samt sem áður nokkuð nett og fyrrverandi trommarinn í Slayer örugglega orðin nett hellaður eftir sitt líf. Þeir hituðu upp fyrir Korn.

Queens of the Stone age (3)
tvisvar séð þá á keldunni og einu sinni á hulstfred. No one knows?.. mörg kúl lög og bassaleikarinn oft á tíðum annaðhvort nakinn eða hálfnakinn hehe.

Cure
BESTU TÓNLEIKAR LÍFS MÍNS. OG HANA NÚ. BARA ÞAÐ AÐ HAFA SÉÐ
ÞÁ GERIR LÍF MITT BETRA Í DAG. ROBERT SMITH VAR Á A -SVÆÐI FREMST OG BARA ÉG GET EKKI SAGT ANNAÐ EN ÉG ELSKA ÞÁ GET EKKI EINU SINNI LÍST TÓNLEIKUNUM SEM SLÍKUM HELDUR MAN ÉG VARLA EFTIR ÞEIM DATT ÚT ÚR HEIMINUM. ENDA HEFÐI ÞAÐ VARLA SKIPT MÁLI HVERNIG ÞEIR STÓÐU SIG. KELDAN 2001.

massive attack(2-3)
gott band góðir leikar, get ekki greint í sundur hvernig hver tónleikur var hvað eða hvernig eða hvar ? keldan eflaust og svíþjóð.. baragott band get ekki sagt meira vegna gleymsku.

Muse
nei ég sá þá ekki í höllinni, heldur á afmælisdaginn minn í köben 16 okt 2003. flottir tónleikar og skemmtilegt planaterium stjörnuþoka og myndir á skjá fyrir aftan. Þetta band sparkar í rass!!.nýji slagarinn Stockholm syndrome sparkaði í rass í bland við aðra gamla og þetta band minnir mig alltaf á bergdísi ofurrokkhund. Brynhildur kom með mér á þetta og hún á þökk fyrir hýsingu í nokkra daga.

Radiohead (2)
sönn íslensk sakamál lagið og fleiri góð lög með Beth Gibbons í fararbroddi. Soldið sérstakt og getur orðið leiðigjarnt en tónleikarinr voru fínir bæði í danmark og í svergie.

Deftones
gaman gaman var soldið mikið drukkin en já það verður einvher að hjálpa mér við þetta. Keldan 2001.

Tool
líka með betri tónleikum sem ég hef farið á. Það var eitthvað í loftinu?. Keldan 2001.

sigurrós
oft oft oft oft oft og oft. Í rvk mosó, keldunni og fleiri stöðum. Fylgdist með þeim frá von og báru útgáfutónleikarnir í íslensku óperunni þegar ágætis byrjun kom út af. Recyclebin var samt með betri diskum sem ég á í safninu mínu. Nenni ekki að segja snillingar, en músíkin er það og þeir vita það. Nenni heldur ekki að plebba niðrá við því það eiga allir rétt á því að upplifa við þessa tónlist. Ekki bara einvherjar kaffidrykkju múmínálfar á sirkus eða í listaháskólanum. Manstu brynhildur þegar ási sagði "oj" fyrst þegar ég var að spila þetta í fossvoginum. Hann segir ekki oj núna væntanlega því það er bara einfaldlega ekki hægt.

Grandaddy
Granddaddy sá ég á hultsfred hátíðinni í Svíþjóð. Þessir tónleikar eru með betri tónleikum sem ég hef farið á og fór ég strax útí búð og keypti diskinn Sumday með þessari mega mega sérstaki fílingurinn bandi. Hlustið og þið munið sjá ljósið. Á meðan tónleikunum stóð sýndu þeir geðveikt flottar stuttmyndir á risaskjá bakvið sig og þær voru sumar svo kúl að ég gleymi því aldrei. Geðsjúkir tónlista og myndbandagerðar menn þarna á ferðinni og í framtíðinni ætla ég að gerast mega grúppía bandsins. Man ekki hvort þeir spiluðu á roskilde en ef svo er hef ég verið vitlaus í annarlegu ástandi og misst afþví.

Minus
Hef ég séð oftar en ég man.fylgidist með þeim allt frá músíktilraunum til nú. Jesus Christ bobby er besta plata þeirra en halldór laxness fylgir fast á hæla hennar án efa besta rokkband sem island hefur alið af sér með ferskum nýjum pælingum sem fer eins og storm kviða um allt England um þessar mundir. Mér eralveg sama hvað folk talar mikið um "mínus trendið" þeir eru einfaldlega bara drullu fokking góðir. Lagið sem er mest í spilun hjá mér þessa dagana er long face. Bestu tónleikarnir mínir með þeim er kannski á gauknumað mig minnir. (þar sem þeir og brain police rokkuðu kofann niður!)

jarcrew
þeir félagarnir í Jarcrew komu og spiluðu á Kerrang kvöldi með Mínus.söngvarinn fór út í sal og snerti alla. Mjög furðulegur maður. Ágætistónleikar með þessu ágætis bandi.

Metallica
Ohhhhh hvað get ég sagt? Sá þá á keldunni í fyrra snilld snilld og var ég nú heldur betur feginn að þeir tóku bara 2 ný lög en svo massa mikið af gömlum slögurum og bara góð stemmning og almennur hressleiki með þetta. "and nothing else matters.."

Björk
Sá hana einnig á keldunni 2003. hún syngur drulluvel það verður ekki tekið af henni. Fíla nokkur lög með henni og tók ég vel í þegar þau komu.
annars skil ég hana varla.

Aisian dub foundation
Djöfull var gaman. Sá þá áReykjavík music festival hvað var það ekki 99? Man það ekki svo á keldunni djöfull eru þeir hressir og ég kann að meta tónlistina þeirra! Svo eru þeir svo skemmtilega pólítískir í textagerð og hressilega litlir! Styðja ýmisgóðgerðar skamtök og vilja vekja athygli á ýmsum málefnum og misrétti. Kúl gæjar með attitude.

Cardigans
Man ekki mikið eftir þessum tónleikum satt að segja. Fíla meira bara söngkonuna ... töff rödd sko

Coldplay
Átti Heima útí köben þegar þeir spiluðu í höllinni. Sá þá hinsvegar á keldunni að sjálfsögðu hvar annars staðar? Óttalegur vælukjói þessi crhis martin mér finnst hann hinsvegar sætur það finnst Svövu ekki því henni finnst hann vera með svo stórar tennur. Tónleikarinr voru svo sem alltílagi.. badabing!

Doves
Vá hvað ég vanmat þessa hljómsveit fyrir þessa tónleika !!. Á keldunni. Tjekkiðið bara á heimasiðunni þeirra og kaupiði músíkina!..þið eigið ekki eftir að sjá eftir því Ahh þetta melódíska róliyndis rokk! Gerir góðan sunnudag BETRI.

Bloodhound Gang
Hef ekki mikið að segja um þessa let the mother fucker burn ,,,,,,,,Reykjavik mucis festival.

Kent
Diskarnir þeirra eru betri á sænsku. Góðir tónleikar skemmti mér konunglega á reykjavík music festival "om du var här"

electric 6
guð minn góður þetta var ekki skemmtilegt og ekki FYNDIÐ. Með leiðinlegri tónleikum sem ég hef farið á og bara ekki að fíla þetta!

fu Manchu
djöfull var ég drukkin og fokking heimsk að hafa verið þarna en man ekkert eftir þessum tónleikum. Get varla sagt að ég sjái eftir því meira í dag heldur en í gær??..

Iron Maiden
Enn meiri snilld og fannst mér snilld að heyra all the tunes I heard trhoug my brothers door when I was younger, live! Rokk on !

í næstu umfjöllunum mun ég fjalla um tónleika sem ég hef farið á með: hellacopters, interpol, mayhem, mew, turbonegro, zero 7, basementjax, nick cave, beck, manu chao, the hives, modest mouse, royksopp, bonnei princebillie, feeder, wycleaf jean, Fuugees, weezer, my vitriol, audioslave, Steriophonics, Turbonegro, Counting crows, Badly drawn boy, Raised fist, Spörtu, Junior senior, 100 reasons, Placebo, Úlpu, Múm, Jagúar, Jan mayen, Bontleðju, Lokbrá, Kolrössu krókríðandi, Jet black joe, Maus, Brain police, I adapt, Spitsign, Sólstafir, Graveslime, Ensimi, Bibba curver.

fylgisti spennt með tónleika umfjöllun ásu......:)

Perma | asa | föstudagur, júní 11, 2004 |

This page is powered by Blogger. Isn't yours?