<$BlogRSDUrl$>

hvad er malid... ......hvad er malet? - segðu mér allt.


laugardagur, nóvember 06, 2004

tónleikar 

ég nenni ekki að tjá mig um kosningarnar í bandaríkjunum eða skandalinn með borgarstjórann.

fór á útgáfutónleika maus í gær fannst ég vera einhver ellismellur þarna við vorum fremst hehe..:) tóku alveg frábært prógramm, mér fannst einkar skemmtilegt þegar þeir tóku svona semi acoustistk dæmi þar sem biggi spilaði á harmonikku og bassagaurinn á kontrabassa. fannst mikið til þess koma hversu fær hann var á kontrabassann, það er mjög erfitt hljóðfæri.. en kannski var það sem hann var að gera einfalt...... samt mjög gaman. nostalgían flæddi og hefur maður sjaldan séð þá skemmta sér eins vel, ekki í svona miklu návígi allavega. vona ef hljómsveitin okkar heldur áfram að við verðum svona eftir 10 ár! samt finnst manni þeir vera óttalegir stráklingar, kannski afþví ég er sjálf orðin svona gömul hehe...
kristalnótt (í akústísku útgáfunni) og báturinn minn lekur lalalala tvímænalaust bestu lög kvöldsins.


síðan lá leið okkar á útgáfutónleika brain police og voru þeir nokkuð þéttir kallarnir og líst mér vel á þennan disk. Jenni er tvímælalaust einn allra besti söngvari sem ég hef heyrt í lengi..... og bara flottur á því. Solid Ivi fannst mér ekki mjög skemmtilegir. Ensími voru alltof hávaða samir í lokin með svona lítið crowd en ágætt að heyra gamla slagara.

síðan frétti maður af því að hljómsveitin sem systir hennar jóhönnu er í hafi verið að spila á grandrokk en það var svo mikið að gera að maður hafði einfaldlega bara ekki tíma í að sjá það.

síðan fórum við á sirkus þar sem ég hitti hann ása, gamlan vin, og brá mér soldið í brún að sjá hann. skrýtið að meika ekki hvort annað svona ég ekki hann og hann ekki mig.
fór þá að hugsa um hana júlíönu, sem ég hef verið alltof léleg að heimsækja djöfull get ég verið laim, en nú þarf ég að fara læra....... ógeðslega mikið að gera........ og þessvegna geri ég ekkert annað næstu 2 sólarhringa, biðst afsökunar á því að komast ekki í sumarbústaðinn en þakka boðið.

damian rice er bara stanslaust á fóninum, b-sides sem er án efa á topp 20 listanum yfir mest spiluðu plötu hjá mér árið 2004. djöfull getur maður verið mikill hræsnari að hafa haldið að þetta væri vælukjói og vitleysingur.manni líður bara eins og mestu tilfinningaveru í heimi að hlusta á hann.

jæja love you all lambs........ og ég var að fatta það í gær að það er mjög hallærislegt að segja light í staðin fyrir nettur! já hann var nokkuð nettur! í staðin fyrir já hann var nokkuð "light"! grínið!

Perma | asa | laugardagur, nóvember 06, 2004 |

This page is powered by Blogger. Isn't yours?