<$BlogRSDUrl$>

hvad er malid... ......hvad er malet? - segðu mér allt.


þriðjudagur, ágúst 23, 2005

hæ mine kære venner 

bergdís, færeyski kærastinn, svava og helga voru hér um daginn. það var roooosa gaman. samt of mikið fyllerí. ég sótti um í kobenhavns universtet í listfræði og nokkra kúrsa sem voru með kvikmyndafræði og menningarfræði að mig minnir. ég komst inn. ég fékk styrk frá alþjóðaskrifstofu. en ég hætti við. ég og umsóknir, tölvupóstar og gluggapóstar eigum ekki vel saman.

ég hef haft massa fóbíu gagnvart pósti og bréfum í gegnum tíðina. lenti í alveg óskemmtilegu atviki útaf alþjóðlegri samtímalistasögu kúrsnum á vorönn. kennarinn minn lækkaði mig fyrir eitthvað orðrett dæmi í heimaprófinu sem sökum fóbíunnar hef ekki enn fengið mig í að skoða til hlítar. veit eki hvort þetta var útaf mér, eða samnemanda mínum. við gerðum þetta saman stór hópur, sendum á milli og ég óttast það helst að hafa prentað út vitlaust skjal, skjalið sem ég var að vinna í en ekki fullgerða heimaprófið. afar óþægileg staða. auk þess sem ég sendi head of the department, tölvupóst með mynd af mér með bjór. sem ég er ekki enn búin að leiðrétta, það var í alvöru óvart , vegna þess að vinkona mín er nánast alnafna hennar. algjörlega algjörlega óvart.

edda ásgerður er farin til danaveldis, og ég hefði verið að fara líka. en beilaði. veit ekki hvað gengur á í hausnum á mér, en reyndar langar mig að taka svo ótal margt í háskólanum núna bæði i menningar og kvikmyndafræði. finnst hollywood kúrsinn snilld. en kannski er bóknám ekki mín sterkasta hlið? mér hefur samt gengið ágætlega vel á þessum 2 önnum í listfræðinni. finnst bara leiðinlegt ef kennararnir halda að ég sé óskeik í vinnubrögðum. sem ég er ekki.

eina ritgerðinn sem ég klúðraði algjörlega samt á vorönn, var um málarann caspar david friedrich. sem er áhugavert, ég bara fór eitthvað á mis við áætlunir hvað það var sem ég ætlaði að skoða í sambandi við hann. fékk samt 6, en er ekki ánægð með það. minnir mig á ótrúlega klúðrið í barna og unglingabókmennta ritgerðinni sem ég gerði ánæturvöktum, og sökum áhugaleysis klúðraði algjörlega.

en nóg um það. er námið ekki samt fyrir mann sjálfan. á maður ekki að hespa sig upp, gerast akademískur plebbi og rúlla þessu upp þetta árið. ég kláraði 37 ein á þessu ári sem er að ljúka, og fékk ágætis einkanir. nema notla fyrir caspar ritgerðina og svo klúðrið með þetta svokalla samráð. ég meina það, ég er algjörlega í messi yfir þessu.

eða hvað, nú er maður að fara flytja á eiríksgötuna, nýja ris cribið sem er geðveikt. það verður víst köttur á staðnum, en ég er búin að hóta því að fá mér mitt eigið gæludýr í staðinn, tropical hitibeltis snák. erþað ekki inn? hehe.

en ég þarf samt sem áður að hysja upp um mig buxurnar varðandi námið og taka eitthvaðnámstækni námskeið.

ohh og gera þaðleiðinlegasta í heimi, skoða helvítis heimaprófið og bera saman við öll skjölin. og skoða helvítis ritgerðina.

ohh ég hata SKJÖL ,REIKNINGA, SAMNINGA, KVITTANIR, PAPPÍRSVINNU VIÐ NÁMSLÁNIN, OG EMAIL SEM ÉG VIL EKKI OPNA. HJÁLLLLLPPPPPP

en ég ætla að vinna með skólanum, kannski er það ekki svo sterkur leikur. en núna verður djammið á undanhaldi, og ég ætla jafnvel að skrá mig á swing námskeið.

bleble, ása næturvakt.

Perma | asa | þriðjudagur, ágúst 23, 2005 |

This page is powered by Blogger. Isn't yours?