<$BlogRSDUrl$>

hvad er malid... ......hvad er malet? - segðu mér allt.


sunnudagur, ágúst 28, 2005

vinnupési 

ég er hörkunagli. fór að djamma í gær, og mætti (ofseint) í vinnu í dag. einnig var ég að vinna allan gærdaginn (12 tímar) og á föstudag. og eða bara nær alla daga, alltaf.

á heimasíðum rokklands og popplands er hægt að heyra live upptökur, ansi sniðugt.
uppáhaldsþátturinn minn POPPPUNKTUR byrjar aftur 6. september, djöfull er það næs!!!!!! væri líka sniðugt að vera með svona undirþætti, sem ég gæti tekið að mér að stjórna, eins og popppunktur junior, eða rokkpunktur. ég væri alveg til í að búa til þannig með aðstoð góðra manna.

ég las eitt drepfyndið í mogganum í dag. dave grohl var að spila lagið hero, og söng af svo miklum krafti að hann hefði ælt en tekist að kyngja ælunni í tæka tíð, og að hann ætlaðist til að áhorfendur syngju með í næsta lagi af svo miklum krafti að það æli líka! hahahahaha ég datt af stólnum í þynnkunni, hér í vinnunni ég hló svo mikið. eftir það lá ég á gólfinu, hlæjandi í maníukasti, ég ætti kannski bara að fá mér herbergi hér, svo snargeðveik er ég!

ólafur páll gunnarsson er snillingur, og ef hann væri svona 15 árum yngri myndi ég senda inn umsókn um að giftast honum.
svo er nýjasta uppáhaldið, heiða og heiðingjarnir, og langar mig að heyra nýja stöffið með henni og gaurnumhennar.

svo bíður maður spenntur eftir næstu plötu HJÁLMA ... já það er ekki hægt að segja annað en bestu ísl. plötur síðasta árs hafi verið TÓNLYST með maus, deep night walk og fleiri snilldir, og HLJÓÐLEGA AF STAÐ með hjálmunum. sumir voru lengur en aðrir að fatta hversu miklir snillingar þeir eru;)

en endilega látiði mig vita, ef þið þekkjið einhvern sem hefur vit á video camerum, and i meen it! the time is ruuuuuuning out,,,,,,,

smá tónlistargetraun

"im in love with your brother, yes i am" smá hint sænsk hljómsveit, þetta lag hefur verið að meika það á kaffibarnum síðustu misseri.
the k-bar is the gay-bar now! YFIR OG ÚT!

Perma | asa | sunnudagur, ágúst 28, 2005 |

This page is powered by Blogger. Isn't yours?