þriðjudagur, janúar 02, 2007
RAPPORT
Ok núna ætla ég að segja ykkur frá jólum og áramótum, snúðarnir mínir. First of all, þá keypti ég mér nýja töff myndavél. Um þessar mundir er ég að skrifa b.a. ritgerðina mína svo ég hugsa ég fari í eitthvað ljósmyndatengt eftir hana, en það kemur allt í ljós. Einnig er ég að hugsa um að fresta áframhaldandi masternámi til haustins. Allavega here it goes...:
JÓLIN
Jólin voru góð og voru þetta fyrstu jólin mín í langann tíma þar sem ég náði amk einu kvöldi með þeim öllum. Ég var nefla að vinna öll jólin. Allir útlandapésarnir komu heim, og frændi minn dúkkaði upp out of nowhere. Desember var frekar strembinn í skólanum og er það ekki alveg búið enn. Ég saknaði vina minna sem voru i útlöndum. Amma og afi voru líka hress, Helga og Týra. Bróðir minn á von á öðru barni og það er spennandi. Ég átti góð jól, þrátt fyrir mikla vinnu og lærdóm. Bjarni gaf mér rosa flottan blandara og ég get farið að malla oní vini og vandamenn heilsusjeikum og ég veit ekki hvað í hollar framtíð okkar.
Já litla frænka mín kom í heimsókn. Hún kom líka með hundinn sinn Skugga. Henni fannst myndavélin afar spennandi og vildi endilega aka myndir á hana. Allar myndirnar voru soldið svona, skornar á vitlausum stað en mér fannt það bara krúttlegt. Hlakka til að fá aðra svona stelpu eins og hana, hún er svo yndislega eins og systir hennar og foreldrar.
Þetta er dæmi af myndatöku frænku minnar. Hún er samt alveg á réttri leið, að taka mynd af fólkinu sem henni finnst áhugavert.
Hérna er sætasti hundur í heimi, Skuggi.
ÁRAMÓTIN
Áramótin voru bæði góð og slæm. Ég drakk of mikið þau skipti sem ég fór út, en var að vinna eh líka. Skaupið var svona lala, og fannst mér ógeðslega skrýtið að hugsa til þess að það væri komið árið 2007, og hvernig allt er. Mér þykir samt gaman að vera með fólkinu mínu á þessum tímamótum.
Bróðir minn sýndi snilldartakta með stjörnuljósin með rauðan himinnn af sprengjuæði íslendinga. Ég komst að því þetta kvöld að lífið snýst ekki um djammið, enda verður það af skornum skammti árið 2007 hjá mér.
Ég og Gebba ætlum örugglega að heimsækja ástulíus á þessu ári sem og mig langar að ferðast eh meira. Hvað gerist svo er allavega óráðið, en mig vantar íbúð, meira nám, starf og ferðalög inn í mína framtíð. Ég vil þakka öllum sem ég þekki fyrir að vera til, og vil að allir njóti lífsins til hins ýtrasta. Takk allir, fyrir að vera til.
Ykkar, Ása.
Perma | asa | þriðjudagur, janúar 02, 2007 |