<$BlogRSDUrl$>

hvad er malid... ......hvad er malet? - segðu mér allt.


laugardagur, febrúar 03, 2007

KÖÖÖBEN 

Við fórum í brunch á stað sem heitir Kasastanzianin í brunch einn daginn. Þar fékk maður allskonar marglitan og frískandi mat. Eitt sem ég hélt að væri vínber og stakk í heilu lagi upp í mig gaf af sér sérkennilegt bragð og risastóran stein. Seinna komst ég að því að það var víst ólíva.

DIM SUMIÐ var kínverskur matur sem var morgunverður nr 2. sömu helgi. Þetta er einna alskrýtnasti matur sem ég hef á ævi minni borðað. Allt í deigi.. með sterkri sósu sem ég hélt að væri tómatsósa en var víst einhver allra strekasta chilli sósa sem fyrirfinnst. Að borða með prjónum, sykrað eggjamauk í deigformi með chilli sósu og ediki.. vúff. Maður hefur aldrei upplifað annað eins. En samt gaman.


KARÍÓKIÐ var hressandi og var mjög spes að standa uppi að syngja britney með tvo ílandi 20 tuga stráka sem klipu mig í rassin. Einnig fannst mér lögin sem ég valdi á móti – greaterest love of all með Whitney Houston og Rappið vera töffness.





LEIKURINN ÍSLAND- DANMÖRK var líka einn taugatrekkjandasti leikur allra tíma. Fullt borð af íslenskum kindum að öskra og tapa sér í svita og geðshræringu. Takk fólk fyrir þetta eins og Heiða sagði.. “tilfinningalegur rússibani.” E.s. helvítis danir. Hefði þokkalega keypt skot á línuna ef við hefðum unnið.

Einnig fórum við í hringturnin þar sem ég tók nokkrar myndir á milli rimlanna.Eitt með stúlkukindurnar.. þær éta út í eitt! samt eru þær grannar? Hvernig er þetta hægt.. og hver svaf oná súkkulaðinu? Hver svaf ofan á passamyndunum? hehe grin.

Æj hvað ég vildi að ég hefði verið lengur og æj hvað ég vildi ég hefði ekki verið svona þreytt allan tímann.

Skemmtilegu skrýtnu búðirnar.. steinhlöðnu göturnar.. fólkið... og andinn. Þetta fíla ég og ég elska ykkur!


Perma | asa | laugardagur, febrúar 03, 2007 |

This page is powered by Blogger. Isn't yours?