<$BlogRSDUrl$>

hvad er malid... ......hvad er malet? - segðu mér allt.


mánudagur, maí 31, 2004

fólk 

fólk getur verið svo sjálfmiðað, allt snýst í kringum það, og það sér ekkert nema svart og hvítt og sér í hag. ekki það að allir eru víst á einvhern hátt sjálfmiðaðir, það fer bara í taugarnar á mér þegar fólk hefur mann "all figured out". sem það hefur ekki.......... það veit ÉG fyrir víst.

mikið vildi ég að það væri svona dagur þar sem fólk gæti reynt að hætta velta sér uppúr sjálfum sér og leggja sleggjudóma á aðra og orð þeirra. þá væri það eins og tilfinningin þegar manni léttir eins og þegar manni er brugðið enn kemst svo að því að það var ekkert.

það sést bara best á því þegar fólki gengur vel, þá erallt svo gaman og líka hjá mér að sjálfsögðu, en fólk gleymir stundum að hugsa um mann. eða bara um einvhern yfirhöfuð. já þetta var pæling dagsins.

að öðru það er fokking Korn í kvöld og ef það er einhver þarna úti sem vill koma með mér og rán í smá upphitun og bjór (rán er reyndar ódrykkjumanneskja) heima hjá henni endilega hafið samband. ég er að vinna til 4 en hey, þetta byrjarekki fyrr enn 7.

ég verð samt að segja eitt í lokin, mér þykir vænt um vini mína og í kjölfar þessarar pælingar hér að ofan skal ég reyna að minnka sjálfmiðunina hjá mér. það verður verkefni sumarsins. annars bara KORN Í KVÖLD ÚJE ÚJE ÚJE!!!!!!!!

Perma | asa | mánudagur, maí 31, 2004 |

sunnudagur, maí 30, 2004

undirskriftar listar 

ekki það að ráðamenn þjóðarinnar nenni einu sinni að taka tillit til undirskrifta.... en hér eru tveir mikilvægir að mínu mati:og http://undirskrift.arnists.com

er hægt að sofa standandi eins og hestar gera?

Perma | asa | sunnudagur, maí 30, 2004 |

óreglusvefn.is 

sko ég er bara EKKI AÐ HÖNDLA ÞETTA. er búin að vera á næturvöktum alla vikuna vaknaði klukkan 5 á föstudag og átti svo að mæta á 12 tima vaktirnar mínar þessa helgi frá 8 á morgnana til 8 á kvöldin. mætti á réttum tíma á laugardag.......helvíti erfið vakt og ég nær svefnlaus. ekki gekk það betur í nótt,því einhverHELVÍTIS BREIMANDI KÖTTUR fyrir utan gluggann minn svaf samtals svona 2-3 tíma vegna óreglu svefns og viðbjóðar. mætti hálftíma of seint í vinnuna við lítin fögnuð viðstaddra og þarf að elda hátíðarmat í kvöld. fyrir utan það er vaksurinn hér í eldhúsinu stíflaður svo og ég er að hrynja í gólfið vegna vansveftu ........ blóm og kransar eru afþakkaðir.... úff svo aftur 8-8 á morgun svo beint á korn........... hvar endar þetta ......


ása svefngegnill

Perma | asa | sunnudagur, maí 30, 2004 |

föstudagur, maí 28, 2004

pabbi minn er snillingur! 

pabbi minn og ég erum búin að sitja í allt kvöld að skoða og hlusta á plötusafnið hans. ég segi það ekki oft enn PABBI MINN ER SNILLINGUR! BÍTLARNIR OG MÖTLEY CREW MAN!

PABBI ÉG ELSKA ÞIG!
hva hann gæti alveg verið að lesa þetta þó svo ég efist um það!

Perma | asa | föstudagur, maí 28, 2004 |

fimmtudagur, maí 27, 2004

fúlt 

já nú erum við komnar með trommara, og æfingarhúsnæði, enn þá allt í einu bailar gítarleikarinn! hvað er málið?

hristu á þér rassin og hér kemur bassinn hehe ef einvher þarna úti veit um einvhern snilling látiði mig þá vita krúttí pútt. annars neyðist ég að hafa 17 ára bróðir minn.......

Perma | asa | fimmtudagur, maí 27, 2004 |

mánudagur, maí 24, 2004

 

hvað ég hata vinnuna....... eða ég bara nenni essu ekki..... er á fysta klukkutíma fyrstu 16 tíma vaktarinnar... og ég er að deyja..... langar bara út í fótbolta! eða brennó!

Perma | asa | mánudagur, maí 24, 2004 |

fimmtudagur, maí 20, 2004

ég setti inn fyndnustu grein á huga.... eða kork eða hvað sem þetta er kallað! 

veit ekkert um rapp hip hop eða neitt og setti inn fáránlega færslu á huga í gær, hehe þetta er svo fyndið! til að stuða rapp fólkið hehehehe http://www.hugi.is/hiphop/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=1666905&iBoardID=219

Perma | asa | fimmtudagur, maí 20, 2004 |

hæmm 

rán vildi meira blogg og hér kemur það:)

ég gerði mér grein fyrir því í gær að einn vinur minn er ekki vinur minn. beygla dauðans! mannalæti og ógeðslegheit eru ekki minn tebolli! kann ekki að meta slíkt!

að öðru, Á EINHVER BÍLSKÚR? SEM VILL LEIGJA?
bráðvantar bilskúr á leigu eða bara eitthvað shitti pínu húsnæði, its an emergengy people! ef þið þekkjið einvhern eða bara eigið bílskúr og viljið þéna pínu pening á mánuði, HAFIÐI SAMBAND Á asaba@hi.is

annars er það að frétta af mér að þegar ég blogga, þá blogga ég í vinnuni,hehe og það er lítið að frétta héðan, nema það er búið að ráða mig sem skemmtanastjóra í afmælisveislu hér á laugardaginn. vúhje

annars þá er að koma sumar og vil ég bara segja að ég elska ykkur lömbin mín:) líka einhvern atómstöðvar náunga sem kommentaði hér að neðan (þó svo að hljómsveitin þín mætti gera betur, allavega söngvaralega séð hehe)

svo vill ég koma á framfæri þökkum til emils, takk fyrir að vera svona mikill snillingur á gítar og bjarga aðal future gítarleikaranum okkar frá glötun.

ása

Perma | asa | fimmtudagur, maí 20, 2004 |

mánudagur, maí 17, 2004

hehehehe 

ég fór að hugsa hvað mér finnst fyndið þegar rán er einbeitt.

eins og einu sinni var hún mjög einbeitt á það að hlusta á mig, og um leið að koma heilli stórri langloku uppí sig í einu, og þegar það komst ekki meira, notaði hún hnífapör á að troða í sig, enn samt með alla einbeitninguna á mig.

og eins og þegar hún er að gera eitthvað eins og að klippa, mjög einbeitt og hlustaði samt á mig segja söguna af því þegar ég þvoði mér um hendurnar með tannkremi, hún var það einbeitt á það að klippa, að það varð aukaatriði.

og eins og þegar hún er einbeitt að dansa við mig við maus, þegar við gerum "fingur fyrir augunn" dansinn það er sko einbeitning í lagi!!!!!!!

hehehehehehe nei var bara að hugsa........

Perma | asa | mánudagur, maí 17, 2004 |

er ég eina manneskjan á Íslandi sem  

sá ekki eurovision? ég var SOFANDI muhahahahaha, (náði þó að horfa á smá popppunkt! jess atómstöðin datt út!)

ása lasnipési.

Perma | asa | mánudagur, maí 17, 2004 |

föstudagur, maí 14, 2004

ok mér leiðist og þá blogg ég.  

er á næturvakt og leiðist. fann hérna nokkrar hressar greinar eftir mig sem ég hef sett á huga: http://www.hugi.is/tonlist/greinar.php?grein_id=63760 OG http://www.hugi.is/dulspeki/greinar.php?grein_id=24018 OG http://www.hugi.is/baekur/greinar.php?grein_id=24580

SVONA MISGÁFULEGT EN HEY! HEHE

fyndið hvað það er gaman að rekast á eitthvað svona rugl! einvherjar uppástungur um að drepa tímann annað en að læra því ég er komin með tímabundið ógeð á því . kveðja ása.

Perma | asa | föstudagur, maí 14, 2004 |

fimmtudagur, maí 13, 2004

klukkan er rúmlega sjö 

og mér leiðist...... þessar fokking næturvaktir gera mig geðveika!!!! og öll þesso þrif ojojojoj erekki einhver annar sem vinnur á nóttunni? ef þú ert ekki að gera neitt næstu nótt....... call me eða e-h ÁÐUR EN ÉG DREPST ÚR LEIÐINDUM!!!!!!!! bara klukkutími eftir....... og by the way búin að horfa á þetta: http://www.hugi.is/hahradi/bigboxes.php?box_id=51208&f_id=971 of oft....

Perma | asa | fimmtudagur, maí 13, 2004 |

þetta fann ég á vísindavefnum og hafa margir verið ósammála um þessa tölfræði! 

Eru til nákvæmar tölur yfir hvað Hitler drap marga til samans?

Nei, ekki í tugum. Giska verður á tölurnar í stórum dráttum. Þannig viðurkenna sagnfræðingar almennt að nasistar stóðu fyrir drápi á um 6 milljónum Gyðinga. Einnig er talið að nasistar hafi látið drepa hátt í hálfa milljón sígauna. Dæmið verður erfiðara þegar kemur að þeim þjóðum sem nasistar drápu í stórum stíl sem voru einkum Pólverjar, Hvít-Rússar, Úkraínumenn og Rússar. Á að telja þá með sem féllu í bardögum eða létust vegna hungursneyðar í stríðinu?

Talið er að Pólverjum hafi fækkað um þrjár milljónir í stríðinu og sameiginlega talan fyrir sovésku þjóðirnar þrjár hafi verið um 20 milljónir. Við má bæta umtalsverðum fjölda á Balkanskaga: Ekki má gleyma þeim hundruðum þúsunda Þjóðverja sem nasistar komu fyrir kattarnef af því að þeim féll ekki alls kostar við þá.

Dr.Josef Mengele, sem gekk undir nafninu Engill dauðans, var læknir í illræmdum útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi í seinni heimstyrjöld. Nafn hans tengist fyrst og fremst óhugnanlegum illvirkjum sem hann framdi í nafni læknisfræðinnar. Ekki er hægt að kalla þær pyntingar sem hann lét fangana í Auschwitz ganga í gegnum læknisrannsóknir. Nær væri að kalla þær viðurstyggileg ofbeldisverk sem bera vitni um brjálsemi. Mörg þeirra fórnarlamba hans sem lifðu ofbeldisverkin af gátu greint frá tilraunum hans á þeim sjálfum og öðrum. Sá vitnisburður er nánast það eina sem vitað er um glæpi hans því að lítið sem ekkert hefur fundist um þær á blaði.

Josef Mengele fæddist í Þýskalandi árið 1911. Hann lagði stund á heimspeki í München og læknisfræði við háskólann í Frankfurt am Main. Hann hafði mikinn áhuga á ólíkum kynþáttum og í doktorsritgerð sinni fjallaði hann um muninn á neðra kjálkabeini manna af ólíkum kynþáttum.

Fljótlega eftir að hann lauk námi gekk hann til liðs við rannsóknarstofnun sem sérhæfði sig í að rannsaka tengsl erfðafræði og hreinleika kynþátta (e. Institute for Heredite Biology and Racial Hygiene) árið 1934. Í seinni heimstyrjöld var hann í SS-sveitum nasista í Frakklandi og Rússlandi. Árið 1943 skipaði yfirmaður SS-sveitanna, Heinrich Himmler, Mengele yfirlækni við Birkenau sem voru sérstakar útrýmingarbúðir nasista við Auschwitz.

Þegar Gyðingar og Sígaunar komu til Auschwitz með lestum, ákvað Mengele hverjir skyldu láta lífið og hverjir skyldu lifa. Fólkinu var skipt upp í þrjá hópa. Einn hópurinn var sendur til Birkenau þar sem fólkið lét lífið í gasklefum. Yfirleitt voru þetta konur og börn, gamalt fólk og veikburða, og því var sagt að það ætti að fara í sturtu og var látið afklæðast. En í stað vatns kom eiturgasið Zyklon-B úr sturtuhausunum. Birkenau-búðirnar voru svo stórar að þar var hægt var að deyða og brenna 20 þúsund manns á dag.

Þeir sem voru ekki sendir í gasklefana voru settir í þrælkunarbúðir. Þeir sem voru á einhvern hátt frábrugðnir öðrum, til dæmis óvenju litlir eða óvenju stórir, áttu það á hættu að verða tilraunadýr Mengeles. Mestan áhuga hafði hann þó á tvíburum á barnsaldri. Hann virtist telja að samanburðarrannsóknir á þeim gætu leitt í ljós einhverja erfðafræðilega leyndardóma . Talið er að Mengele og aðstoðarlæknar hans hafi gert tilraunir á um 3000 tvíburum. Af þeim komust um 200 lífs af.

Fórnarlömb Mengele hafa greint frá því að yfirleitt hafi dagurinn hafist á því að blóðprufur voru teknar úr tvíburunum. Oftast var þetta gert á hverjum degi og er talið að mörgum hafi blætt út. Mengele sagði sjálfur frá því að hann hafi reynt að breyta augnlit barna úr brúnum í bláan með því að sprauta efnum í augun á þeim. Ástæðu þess er að leita í sannfæringu nasista um yfirburði hins ljóshærða og bláeyga aríska kynstofns. Það þarf varla að taka fram að börnin sem fengu efnin í augun fengu sýkingu og urðu flest blind í kjölfarið.

Fórnarlömbin greina frá því að tvíburarnir hafi verið sprautaðir með alls kyns bakteríum eins og taugaveiki og berklum til að sjá hverjar afleiðingarnar yrðu. Einnig að sumir hafi verið frystir til bana en aðrir settir í þrýstiklefa til að sjá hvernig þeim reiddi af. Sagt er að Mengele hafi einnig framkvæmt aðgerðir án deyfilyfja. Vitni segjast hafa séð hann nema líffæri á brott og saga af útlimi án svæfingar og deyfilyfja. Hann er sagður hafa gelt karlmenn með svipuðum aðferðum. Fáir sem lentu í þessum aðgerðum Mengeles lifðu þær af. Líkin voru krufin í þeim tilgangi að leita upplýsinga sem gætu leitt til þess að hinn aríski kynstofn mundi stækka og eflast.

Ofbeldisverk Mengeles voru miklu, miklu fleiri en þau sem rakin hafa verið hér.

Honum tókst þó að halda tilraunum sínum leyndum og enn þann dag í dag hvílir yfir þeim leyndardómur. Flest það sem Mengele skrifaði niður um tilraunir sínar var sent til Dr. von Verschner við Háskólann í Frankfurt en hann eyðilagði þessi gögn. Talið er að Mengele hafi tekið einhverja pappíra með sér þegar hann flúði til Suður-Ameríku eftir að Þjóðverjar töpuðu stríðinu. Ekkert af þeim plöggum hafa þó fundist svo að vitað sé.

Josef Mengele var einn af fjölmörgum nasistum sem voru eftirlýstir fyrir stríðsglæpi eftir stríðið en fundust aldrei. Talið er að hann hafi flust í sífellu milli staða í Suður-Ameríku í 30 ár til að forðast handtöku. Hann dó úr heilablóðfalli í Brasilíu árið 1979.

Perma | asa | fimmtudagur, maí 13, 2004 |

þriðjudagur, maí 11, 2004

hvað er málið 

ég vona svo innilega að bush verði ekki áfram, þvó svo að kerry eða cary eða hvernig í fokkinu það er skrifað sé ekki skömminni skárri. algjörir hálfvitar og það eru bandaríkjin eru öxulveldi hins illa.

stríð og kjarnavopn, mengun.. mannkynið á eftir að deyja út, bara spurning hvenær. tala nú ekki um aids............

Perma | asa | þriðjudagur, maí 11, 2004 |

sunnudagur, maí 09, 2004

Saga músíktilrauna: 

Músíktilraunir hafa verið stór þáttur í tónlistarlífi Íslands og eru nú haldnar í 21. skiptið. Upphafið má rekja til samstarfs Tónabæjar og SATT (Sambandi alþýðuskálda og tónlistarmanna) sem m.a. stóðu fyrir maraþontónleikum í kjallara Tónabæjar í nóvember 1982. Allar götur síðan hefur þessi tónlistarviðburður verið einn aðal vettvangurinn fyrir ungar íslenskar hljómsveitir og tónlistarfólk á aldrinum 13-25 ára til að koma tónlist sinni á framfæri.

Sigurvegarar Músíktilrauna frá upphafi

1982 - Dron

1983 - Dúkkulísurnar

1984 - Verkfall kennara keppni féll niður

1985 - Gipsy

1986 - Greifarnir

1987 - Stuðkompaníið

1988 - Jójó

1989 - Laglausir

1990 - Nabblastrengir (Umbilical cords)

1991 - Infusoria (Sororicide)

1992 - Kolrassa Krókríðandi (Bellatrix)

1993 - Yukatan

1994 - Maus

1995 - Botnleðja (Silt)

1996 - Stjörnukisi

1997 - Soðin Fiðla

1998 - Stæner

1999 - Mínus

2000 - XXX Rottweiler hundar

2001 - Andlát

2002 - Búdrýgindi

2003 - Dáðadrengir

Perma | asa | sunnudagur, maí 09, 2004 |

föstudagur, maí 07, 2004

Korn og Fc daddy 

jæja nú er farið að bjóða 2 fyrir 1 á seinni Korn tónleikana. ég veit, ég sé þá á keldunni, en langar samt. býður einvher sig fram?
já allavega svo er málið að mæta á fyrsta matchið í fótboltamótinu okkar, krakkar mínir, mæting klukkan hva 5 á völlinn hjá austurbæjarskóla. svo verður einvhver að mæta með bolta!

já, hva málið að kíkja á smá mini bjór í kvell og kíkja á grand rokk á einvherja tónleika, einvher vinur hennar hönnu rúnar er að spila.......

svo er það að fara á 5. stelpur.com á morgun, mér og gebbu var boðið af skólafélögum og í matarboð nirí bæ!

svo er það bara eurovision næstu helgi! rán við mössum það hehehehehehe

bleble ása

Perma | asa | föstudagur, maí 07, 2004 |

miðvikudagur, maí 05, 2004

BÖNDIN SEM BÚIN ERU AÐ STAÐFESTA AFTUR 

á roskilde festival , úje þetta verður 3ja skiptið mitt. :)
WU-TANG CLAN (US)= hver man ekki eftir strákunum í svona 9-10 bekk að slamma við *öppdeitað* lögin þeirra og fleiri góða slagara, hvað varð síðar um þá og hvað eru þeir að gera núna? þetta verður fróðlegt og spennandi.

TEITUR (FO)= það verður spennandi að sjá hvernig færeyingarnir eiga eftir að standa sig.

SANTANA (US)= hef aldrei náð að fíla þessa félaga og þennan gítarsnilling alminnilega og það verður spurning um að sjá þetta uppáhalds band pápa spila . kúbu áhrif? man það ekki .. hehehe

PIXIES (US)= fer fyrst á þau hér heima, fyrsta giggið þeirra í reunion túrnum svo aftur á keldunni. ekki slæmt það , að sjá 2svar eitt af sínum uppáhalds. úje!


N*E*R*D (US) = geri ráð fyrir því að það verði nú eitthvað pínu skondið að vera drulluskítugur og fullur í hippafíling og að fara uppað þessu tjaldi. eru þetta ekki eithvað svona nigga homies 4 strákar? you have to tell me hehe

MORRISSEY (UK) =veit bara að þetta er söngvarinn í smiths annað veit ég ei

KORN (US)= þetta verður heldur betur hressandi að fara á korn úti þó svo að maður missi af þeim hér heima. enn fokking snilld að fara á þá , eru sagðir þrusu góðir live. og já ég fíla korn! bara ekki í eins miklum mæli og t.d. system of a down og fleira. hehe

THE HIVES (S)=sá þetta band bæði á hultsfred ( sem er gríðarlega góð tónlistarhátíð í svíþjóð, eins og roskilde festival, bara aðeins minni og sænsk sem er ávalt hressandi) og nottla á keldunni. þeir voru nokkuð hressir enda sænskir og fíluðu sig vel á heima velli á hultsfred og sungu meira segja nokkur lög á sænsku. jette bra!


FRANZ FERDINAND (UK)= x klassískt band, ekta xið977 band með nettum melódískum rokkslögurum með smá keyrslu af og til.

DAVID BOWIE (UK)= guð hvað það verður fyndið að sjá ziggy stardust og hrukkur + nokkur leiðindarlög. reikna með því að sjá þetta bara ef ég er nógu mikið gimp að standast ekki freistinguna á að sjá svona "frægt" atriði.

BASEMENT JAXX (UK)= gríðarlega skemmtilegt að fara á þetta held ég .

FATBOY SLIM (UK)= hey boys hey girls, viet ekki gæti verið fínt að labba um svæðið með óminn af þessu!

GISLI (ISL)= kassagítar norski íslenski gílsi. veit ekkert....
GÍSLI FEAT. DJ TALKBACK (DK)= svo er hann aftur hér með dönsku rappi

KINGS OF LEON (US)= gaman gaman gaman

MUSE (UK) = muse hversu yndislegt verður það! JEEEE ÚUUUUUUUU


RAISED FIST (S)
= SÆNSKUR METALL

ZERO 7 (UK)

svo nottla er alltaf geggjað gaman að sjá eitthvað sem maður hefur ekki hugmynd um hvað er , eins og að fara á japanskt veitinga hús eins og við gerðum, ha á spáni og vita ekkert hvað það er sem maður er að borða hehe svo uppdeita ég þetta efitr því sem böndin rúlla inn. persónulega vill ég fá mikið af íslenskum böndum inn......... hehe hafiði það gott og já ég er greinilega ekki að læra fyrst ég hef tíma til að gera eitthvað allt annað eins og venjulega.

bleble. ása

Perma | asa | miðvikudagur, maí 05, 2004 |

flottasta síða í heimi 

Andri tölvusnillingur og frábærasti gaur í heimi gerði þetta nýja kick ass look fyrir mig. by the way hann hannaði síðuna hennar ránar og sína sjálfur. djöfull er ég ánægð með þetta og finnst þetta flotttasta og besta síða í heimi. TAKK ANDRI!

Perma | asa | miðvikudagur, maí 05, 2004 |

mánudagur, maí 03, 2004

fokkings fokk 

nei þetta er ekki búið . eftir hroðalegt próf í mannkynsögu þarf ég nú að fara gera 60% ritgerð . fokkings fokkings fokkings fokk! og þarna bættist enn eitt prófið við í sumarprófin mín!

ása dapra sem er ekki klár.!

Perma | asa | mánudagur, maí 03, 2004 |

This page is powered by Blogger. Isn't yours?